Klæðnaður

Að sjálfsögðu er frjáls klæðnaður í brúðkaupinu en við mælum með hlýjum og góðum sveitafatnaði. Gætið ykkar á að vera ekki í of háum hælum eða þunnun kjólum og skyrtum eingöngu.

Lopapeysur, gönguskór, kraftgallar, allt í samræmi við íslenska veðráttu. Veisluhaldið verður innandyra í gamalli hlöðu en þar er gróft gólf og að hluta til moldargólf.